Ungt fólk á að mennta sig til starfa sem falla að áhugasviði þeirra. Á Starfamessu Austurlands 2024 munu atvinnuveitendur og skólar á Austurlandi kynna störf og námsframboð í landshlutanum. Með Starfamessu Austurlands 2024 vonum við að nemendur og kennarar fái góða yfirsýn yfir framtíðarstörf á Austurlandi og geti í framhaldinu fundið sitt draumastarf í heimabyggð! Öllum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla svæðsins ásamt fyrsta árs nemum framhaldsskólanna er boðið.