Kynningardagur ME fyrir 10. bekkinga og forráðafólk

Á viðburðinum býðst ykkur, bæði nemendum og forráðafólki, tækifæri til að öðlast skemmtilega innsýn inn í skólastarfið, námsframboðið, þjónustuna, heimavistarlífið og síðast en ekki síst félagslífið. Nemendur, kennarar og starfsfólk sýna frá skólastarfinu á stöðvum víðsvegar um skólann og ykkur gefst tækifæri til að spyrja að öllu því sem ykkur langar að vita um ME.
Boðið verður upp á léttan kvöldverð í mötuneytinu.
Við viljum vinsamlegast biðja ykkur að skrá komu ykkar í gegnum hlekkinn ekki síðar en 8. mars: https://forms.office.com/e/UMf0LWtN9T