Stöðugar umbætur í ME

Mynd frá Gleðiviku ME
Mynd frá Gleðiviku ME

Menntaskólinn á Egilsstöðum leggur metnað sinn í að vera alltaf að bæta skólastarfið og vinnustaðinn. Við skólann starfar innramats nefnd sem skipuleggur og framkvæmir kannanir sem snúa að nemendum, starfsmönnum, kennslunni, foreldrum og jafnvel útskrifuðum nemendum. Þá eru teknar saman ýmsar tölfræðiupplýsingar eftir þörfum. 

Jarmið er framkvæmt annan hvern mánuð, eða oftar ef þarf. Jarmið eru stuttar kannanir um málefni líðandi stundar. Síðasta jarm var til dæmis um umhverfismál í ME og óskað eftir tillögum um námskeiðahald á vegum Kennarafélags ME. 

Niðurstöður allra kannana í ME birtast á heimasíðu skólans undir "Skólinn" - "Mat og úttektir". Á sama stað má finna umbótaáætlanir ME. Ár hvert er gefin út ný umbótaáætlun sem inniheldur þá þætti sem lögð er áhersla á í starfinu ár hvert. Sumir þættir eru ávallt til skoðunar, en svo fara einnig inn þættir sem ef til vill hafa ekki komið nógu vel út úr könnunum og þykir ástæða til að setja á oddinn. Fyrir áhugasama má finna nýjustu umbótaáætlunina hér 

Mikil þróun hefur átt sér stað síðust ár bæði hvað varðar kennsluhætti og starf skólans almennt. Þróunarverkefni ME eru tilgreind í umbótaáætlun en áherslan til næstu tveggja ára er á grunnþætti menntunar. Markmiðið er meðal annars að auka þekkingu á grunnþáttunum, efla öryggi í beitingu þeirra, færa þá inn í kennslu nútímans og gera bæði nemendur og kennara meira meðvitaða um þá. Allt þetta er gert með það að leiðarljósi að bæta starfið. 

Fyrir áhugasama er ýmiskonar efni að finna á heimasíðunni, bæði niðurstöður kannana síðustu ára og upplýsingar um starfið í skólanum. Ef spurningar vakna má alltaf hafa samband við skólann.