Valdagur 31. okt. fyrir dagskólanema

31. okt er síðasti dagur fyrir dagskólanema til að skrá sig í áfanga fyrir vorið. 

Val fyrir dagskólanema fer fram á  INNA.IS og jafngildir val fyrir vorönn staðfestingu á skólavist vorannar. Það er því mikilvægt að þeir nemendur sem ætla sér að vera áfram í ME eftir áramótin velji sér áfanga.

Leitið til brautarstjóra, náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra ef ykkur vantar aðstoð við val á næstu önn.

Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig á að velja í Innu.

Hér má sjá yfirlit yfir námsframboð vorannar 2024

Hér má skoða kynningar á valáföngum vorannar í Story hjá Instagramsíðu ME.

 

 

 

 

Námsferilsgerð

Hér má sjá stutt myndband um námsferilsgerð til stúdentsprófs. Við hvetjum öll til að kynna sér þetta því það er afar gagnegt.