Fréttir

41 nýstúdent frá ME

Í dag útskrifuðust 41 nemendur úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, 19 af félagsgreinabraut, 3 af listnámsbraut, 14 af náttúrufræðibraut og 5 af opinni braut. Útskriftin var í beinni útsendingu á Facebook síðu skólans en vegna samkomutakmarkana þurfti að takmarka fjölda gesta.

Bein útsending frá vorútskrift

Útskrift frá Menntaskólanum á Egilsstöðum fer fram föstudaginn 21. maí klukkan 14:00 í Valaskjálf.

Rafræn sýning á lokaverkefnum útskriftarnemenda

Rafræn sýning á lokaverkefnum útskriftarnemenda ME vor 2021 hefur verið opnuð.

Fundur um fyrirhugað nám á félagsliðabraut

ME hrósað fyrir góða þjónustu við lesblinda

Snævar Ívarsson sendi grein til Austurgluggans nýlega þar sem hann hrósar Nönnu Imsland, náms- og starfsráðgjafanum okkar og nemendaþjónustunni fyrir góða þjónustu við lesblinda.

Nám á félagsliðabraut

Boðið verður upp á nám á félagsliðabraut í haust. Námið er 200 einingar og verða allir bóklegir áfangar kenndir í fjarnámi.

Breytt fyrirkomulag vegna sóttvarnaraðgerða

Menntaskólinn á Egilsstöðum skellir í lás í fyrramálið vegna hertra sóttvarnarráðstafana Þar með verða engir dagskólanemar í skólanum fram að páskafríi en kennslan verður á stundaskrártíma í gegnum Canvas, verkefnatímar og íþróttir falla niður.

Barkinn 2021

Tónlistarfélag ME eða TME eins og það er jafnan kallað hefur staðið í ströngu síðustu vikur við undirbúning Barkans.

Valfög haustannar! Val stendur yfir á Innu.

Opnað hefur verið fyrir val haustannar á Innu og mikilvægt er að þeir nemendur sem ætla sér að halda áfram námi við skólann næsta haust velji sér áfanga.

ME auglýsir eftir liðsauka

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir eðlisfræði kennara frá og með næsta starfsári