Fréttir

Umsóknarfrestur í fjarnám framlengdur

Enn er hægt að komast í fjarnám í sumum áföngum og því hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til 23. ágúst. Allar upplýsingar um fjarnámið eru hér á síðunni undir Fjarnám.

Skólasetning - streymi

Skólasetning ME fer fram kl. 10 miðvikudaginn 19. ágúst. Aðeins nýnemar mæta að þessu sinni í skólann.

Enn pláss í fjarnám

Ennþá eru einhver pláss laus í fjarnám okkar hér í ME.

Skólasetning og upphaf skólans

Senn líður að skólabyrjun. Með tilliti til 100 manna fjöldatakmarkana vegna Covid 19 verður breytt skipulag í upphafi spannar.

Komin til starfa

Stjórnendur ME og starfsfólk á skrifstofu er komið til starfa. Unnið er að skipulagningu komandi skólaárs og komu kennara og annarra starfsmanna til starfa.

Lokun skrifstofu

Skrifstofa ME lokar vegna sumarleyfa mánudaginn 22. júní. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi þann 4. ágúst. 

Nýr ME vefur

Nú tökum við í notkun nýjan og bættan vef fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum.

Vilt þú verða ME-ingur

Innritun í ME lýkur 10. júní eins og í aðra framhaldsskóla. Hinsvegar ef einhverjir vilja bætast í hópinn eftir 10. júní hvetjum við þá til að hafa samband.

45 nýstúdentar útskrifaðir frá ME

45 nýstúdentar voru útskrifaðir úr ME í dag í Valaskjálf. Útskriftin fer án efa í sögubækurnar þar sem hún var afar óhefðbundin. Eingöngu stúdentarnir voru viðstaddir ásamt skólameistara og áfangastjóra og tæknimönnum. Gestir fylgdust með í beinni útsendingu á Facebook.

ME nær fyrsta græna skrefinu

Nú ríkir mikil gleði í ME því fyrsta Græna skrefið er komið í hús. Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri snýst um að efla vistvænan rekstur ríkisins og skráði ME sig til leiks í ársbyrjun 2018.